Monday, April 18, 2005

Án titils

Skömmu eftir að stelpurnar mínar fæddust fór konan mín á lyf og var á þeim með hléum þar til sú yngsta fæddist. Hún stóð sig vel. Fljótlega eftir fæðinguna vildi hún hætta á þeim. Það hafði eitthvað með það að gera að vilja vera heilbrigður á sál og líkama. Á þessum tíma var hún á fullu í megrunar og göngutúrum, hafði tekið af sér tuttugu kíló á stuttum tíma. Og mataðist samkvæmt ströngustu reglum og einn daginn fittuðu lyfin ekki lengur inn í rammann. Ég sagði ekkert. Tók ekki heldur eftir neinum breytingum til að byrja með. Svo benti ég henni á að hún væri ekki eins dugleg við að fara út að ganga, í ræktina eða trimmformið. Hún hlustaði ekkert á mig, sagði að hún væri í pásu. Þetta endaði auðvitað með ósköpum.

Stundum óska ég þess að henni hefði tekist að drepa sig. Maður yfirgefur ekki börnin sín, hvorki í formi skilnaðar né sjálfsmorðs. Hún fór aftur til sálfræðings. Ég fór með. Átti að vera þar til stuðnings. Og hvað gerðist. Hún fór um leið og henni leið betur. Hvað í andskotanum var þessi serótíntómi heili að hugsa? Ég hef sjálfur upplifað það að vera einkennilegur í höfðinu.

Þegar stelpan var lítil var ég alltaf að sjá sjálfan mig fyrir mér eða að ókunn vera tæki í löppina á hjenni og slengdi höfðinu á henni í vegginn svo blóðið gusaðist í allar áttir. Ég var miður mín en endaði á að fara til sálfærðings. Hann sagði að þetta væri eðlilegt. Tók dæmi af konu í fæðingarþunglyndi sem fær löngun til að stúta krakkanum. Hann sagði að þetta væri birtingaform ástarinnar, ímyndun mín væri forn hvöt sem stuðlaði að því að ég vildi vernda barnið mitt.

Mér fannst heimurinn yfirþyrmandi og ég var alltaf í sjálfsvorkun. Íbúðin hola, ég alltaf blankur og heimurinn í heild sinni vondur. Ég vildi ekki að hún upplifði eða lifði lífi sínu í þessum heimi. Svo fattaði ég að hver og einn horfir á heiminn með sínum augum. Ég vissi ekki hvað henni ætti eftir að finnast og þess vegna hafði ég ekki rétt á að sjá þessar sýnir. Þá gekk þetta yfir.

Ég tók samt aldrei þunglyndislyf. Þeir sem eru á þeim eru á þeim því það er eitthvað að bögga þá. Maður þarf bara að fara til læknis og segja að maður vilji vera glaðari, kvíði fyrir prófi, eða sé ekki sáttur í vinnunni. Fokking lyfjafyrirtækin hafa markaðsett þunglyndislyfin svo rækilega án þess að við höfum tekið eftir því. Svo er alltaf verið að búa til nýja sjúkdóma. Kyndeyfð karla og kvenna eru nú sjúkdómar. Og fólk gleypir bara þessar pillur án þess að setja spurningamerki við neitt sem lyfjafyrirtækin eru að gera og í staðinn erum við hamingusamasta þjóð í heimi. Fólk áttar sig ekki á að lífið sé erfitt, eins og konan mín fyrrverandi. Og þó það sé gaman að vera glaður að þá þroskast maður ekki á gleðinni einni saman. Maður þroskast á að takast á við erfiðleika og vinna úr þeim. Og það er verið að gera alla að örrykrjum.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home