Tuesday, December 14, 2004

Þetta eru raddirnar í höfðinu á mér:

Við karlmennirnir hættum að ríða öllu sem hreyfðist þegar einstaklingarnir þurftu að standa saman sem fjölskylda til að lifa af í fyrndinni. Tryggustu karlarnir hugsa um annað kvenfólk oft á dag. Konurnar leita að tryggasta arfberanum fyrir fullkomnu krakkana sem þær geyma í höfðinu á sér.

Einkvæni okkar er félagslegt. Ég hef aflað mér þeirrar þekkingar að ég er knúinn áfram að þrá til að dreifa arfberum mínum, sæðinu í sem flesta kvenmenn. En ég streitist á móti því. Samfélagið segir mér að það sé bannað. Þess vegna fyllist ég tilbúnu samviskubiti ef ég held framhjá. Samfélagið hefur þróað með sér þetta samviskubit frá því að Móse kom með boðorðin niður af fjallinu

Við erum ekki hætt að halda framhjá. Við gerum það oftast í huganum. En sumir fylgja forritinu sínu og ríða þeim sem þeim langar til að ríða. Í framtíðinni áður en við tökum upp á því að framleiða börn á vísindastofum verða börnin alin upp af einstæðum mæðrum, lessum og hommum. Og það er markaðurinn sem vill stíga fólki í sundur. Fyrst gerði hann atlögu að stórfjölskyldunni en nú er það kjarnafjölskyldan sem hann ætlar að leggja að fótum sér

Fólk er hætt að eignast börn því það er svo upptekið af því að skemmta sér. Það gildi sem er boðað, skemmtanagildið, afþreyingin hefur gert það að verkum að gamalt fólk er að verða í meirihluta í ríkjum vesturlanda. Og auðvitað gerir gamla fólkið ekkert í málunum. Það tekur bara þátt í þessu. Lærir á netið og karlarnir runka sér fyrir framan tölvuskjá með stútfullan líkama af víagra. Og þær gömlu fara í saumaklúbbsferðir til Kúbu til að fá sér drátt.

Getum við komið í veg fyrir að fólki sé sundrað af markaðinum aðeins til að kaupa sér tvo dvd spilara, tvö sjónvörp, tvær þvottavélar og svo framvegis. NEI. Eina sem við getum gert er að hætta að eignast börn. Þannig flýtum við fyrir að kerfið liðist í sundur

Þetta eru raddirnar í höfðinu á mér. Hættum að ríða og hugmyndafræðin hrynur. Ríkar þjóðir eldast svo hratt að þær eru dæmdar til efnahagskreppu. Póstkort flýgur á milli hægra og vinstra heilahvels: Kæra gamla fólk. Haldið áfram að sofa hjá. Kaupið víagra. Lærið á netið. Fáið ykkur DVD spilara. Skellið ykkur í bíó. Farið jafnfram vel með ykkur, við þurfum á vinnuafli ykkar að halda. Farið til sólarlanda. Notið smokk. En fyrst og fremst skiljið. Lífið hefur upp á svo miklu meira að bjóða. Kær kveðja markaðurinn.

En markaðurinn býr yfir lausn með hjálp stjórnmálamannana. Hún felst í fyrirtæki eins og Íslenskri erfðagreiningu sem ég var að vinna hjá. Það á að reyna að halda í okkur lífinu sem lengst. Það er samt alltof langt mál að ætla að fjalla um það hér.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home