Monday, October 11, 2004

Helgin, dóttir mín, Sigrún og Dóri mongólíti

Ég var að vinna um helgina og tók dóttur mína með mér. Annað slagið er ég að vinna á sambýli. Ég fór ásamt samstarfskonu (Sigrún) minni með mongólíta sem heitir Dóri, niður á tjörn. Stundum förum við í bíó eða leikhús. Mér líkar þessi vinna ekkert sérstaklega en Sigrún fílar sig alveg í botn og er alltaf endurnærð eftir þessar ferðir, alveg eins og hún viti að hún sé í sjónvarpinu. Við fórum í göngutúr í kringum tjörnina og Sigrún, sem vanalega ýtir stólnum á undan sér vildi að ég gerði það í þetta skiptið.

Ég talaði við hann í huganum og velti um leið fyrir mér ástandi hans. Skyndilega fann ég til klígju þegar ég horfði ofan á hvirfilinn á honum og sá slef taumana dropa af höku hans. Ég fylltist löngun að renna hjólastólnum fram af bakkanum líkt og hann væri vírus í kerfinu. Ég reyndi auðvitað að bægja hugsunum frá mér. Mér fannst hann óheppinn að hafa fæðst svona. Þegar læknana grunar að fóstur hafi down heilkenni er tekið blóðsýni. Það er síðan sent í litningapróf. Litningar hverrar frumu eru svo skoðaðir og tékkað á hvaða tegund frávikið er. Ég er samt ákveðinn í að halda þessari vinnu. Hún neyðir mig til að fara út af heimilinu. Kannski á ég eftir að verða jafn hamingjusamur og Sigrún. Hún er ein af fáum sem dýrkar ekki raunvísindaguðinn. Á sama tíma trúir hún ekki upp á mannkynið að útrýma manneskjum eins og Dóra. Hún aðhyllist fjölgreindarkenninguna eins og ég. Hún er líka að deyja út. Kenningin byggist á að greind sé samansett úr mörgum þáttum, að vitsmunaþroski sé ekki það eina sem geri okkur mannleg. Það eru tilfinningar eins og ást, þykja vænt um fólk og finna til samúðar. Og bráðum verður litið á Dóra sem vandamál í samfélaginu, líka aðra fatlaða og geðsjúka. Árið 2015 verð ég 39 ára. Ég sit inni í stofu og les viðtal við forsætisráðherra. Hann segir: Lausnin er að útrýma vandamálinu með því að útrýma einstaklingnum.

Tveimur árum síðar hef ég haldið upp á fertugsafmæli mitt. Það lukkaðist ágætlega. Stelpurnar mínar splæstu í sýndarveruleika playstation tölvu handa mér. Ég held á Mogganum, sting honum í samband og stafirnir birtast hver á fætur öðrum. Á forsíðu segir formaður ungra sjálfstæðismanna: ,,Við vitum öll að börnin eru aðeins vörur skapaðar að þörfum foreldra

Í framtíðinni verða foreldrar fatlaðra eiginhagsmunaseggir sem tóku ákvörðun sem þau áttu ekki að taka. Sem var bönnum. Og að ég hafi fundið til viðbjóðs að halda um handföngin á hjólastólnum, segir mér að markaðurinn ásamt þjóðfélaginu, sem hefur hafið hinn fullkomna líkama upp til skýjanna, er að takast ætlunarverk sitt. Að losa okkur við allt sem ekki samræmist kerfi hinna fullkomnu.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home