Monday, September 20, 2004

Dagurinn í dag: Vesenið á móður minni og ég hef fengið vinnu

Ég fór með stelpuna mína í heimsókn til mömmu í dag. Hún tók varla eftir henni og yrti ekki á barnið. Hún heldur mest upp á Önnu sem býr hjá barnsmóður minni. Finnst hún skemmtilegri, sniðugri og fallegri en systur hennar. Ef stelpurnar gista, talar hún alltaf fyrst um hvað Anna hafi sagt sniðugt eða skemmtilegt. Hér áður fyrr lét ég þetta viðgangast, sagði ekki neitt því ég var hræddur um að skapa stríð en ég hef gefist upp á því.

Þegar hún svo kom í heimsókn hér áður fyrr reyndi ég að troða börnunum í fangið á henni eða lék við þær á meðan mamma var að leika við Önnu svo hún komst á þá skoðun að við værum að mismuna henni og gerði því enn frekar upp á milli þeirra

Ég held að þetta framhjáhald hennar stafi af því að hún er líkari mér í útliti en systur hennar. Mömmu hefur fundist hún vera að vinna upp glataðan tíma með mér með þessu háttarlagi. Annars á hún ósköp auðvelt með að setja fólk upp á stall. Fór samt ferlega í taugarnar á mér að hún gæti ekki talað við stelpuna þegar við komum í heimsókn í dag. Lét í raun eins og hún sæi hana ekki.

En ég fékk vinnu í dag. Ég verð að vinna hálfan daginn með fötluðum, Dóra og félögum, í stað þess að vera bara á helgum. Hlakka til þess. Langar að gera eitthvað skemmtilegt fyrir þetta lið. Kannski stofnum við bara hljómsveit.