Thursday, February 10, 2005

Úrslitastund á morgun

Á morgun kl: 14:00 verður úrslitastund í mínu lífi. Þá mun koma í ljós hvort að ég fái konuna mína til baka. Ef það gerist ekki, segi ég frá öllu. Ef það tekst, mun ég ekki skrifa hér aftur, þá nema til þess að kveðja. Ég get ekki reynt endalaust og verð að horfa fram á veginn. Það hef ég uppgötvað.

2 Comments:

At 7:05 AM, Anonymous Anonymous said...

10. feb

Hverjar eru líkurnar?

Ágúst Borgþór

 
At 7:05 AM, Blogger tomas said...

Líkurnar, ja, þetta er upp á líf og dauða að tefla. Ég veit það ekki, hreinlega. Hjarta mitt segir að þetta gangi upp enn höfuðið á mér segir að ég geti gleymt þessu. Ég er auðvitað að biðja hana að flytja út frá þessum manni sem hún hefur hafið sambúð með. Á móti kemur að hann hætti með konunni sinni til að geta verið með minni. Hann getur kannski farið til hennar aftur.

Ég hef hinsvegar einn ás í bakhöndinni, sem ég get ekki sagt frá núna. Miðað við þennan teljara að þá kemur annað slagið fólk hér inn sem ég hef ekki hugmynd hver er.

Það sem ég veit á morgun er að kl: 14:00 verð ég búinn að tapa vinnunni en e.t.v. vinna fjölskylduna til baka. Ef það gengur ekki ramma ég líf mitt á annan hátt.

En líkurnar aftur: Segjum bara 40 % - 60 % mér í óvil.

 

Post a Comment

<< Home