Sunday, December 12, 2004

Sérkennileg framsetning

Heimsótti Ágúst Borgþór áðan. Hann skrifaði um mig á sérkennilegan hátt, blessaður maðurinn. Hann hefur semsé rekist á blogg sem vakið hefur upp forvitni og eftirvæntingu (sem er hrós) en maðurinn nennir ekki að skrifa, konan mín hefur kannski farið frá mér út af leti, segir Ágúst.

Enn hvað vekur hjá honum forvitni og eftirvæntingu? Það er góð spurning. Er hann eins og flestir í þessu þjóðfélagi, nærast á hrakförum annarra. Því þannig er Ísland. Fólk verður að hafa nokkra einstaklinga sem búa við vondar aðstæður til þess að því líði betur og þurfi ekki að horfast í augu við sjálfan sig. Æi, ég veit það ekki. Ég er svo þungur að ég næ ekki almennilega að hugsa

Auðvitað er það samt kjánalegt að ætla að halda fram að konan mín hafi farið frá mér vegna leti. Ég hlýt að taka því sem gríni, hann hefur eflaust verið að setja þrýsting á mig um að skrifa meira. Hann minnir mig á stelpuna mína sem segir stundum að ég geti ekki fundið teiknimyndir í tölvunni og reynir þannig að fá mig til að´gera eins og hún vill.

Konan mín fór frá mér að því að hún var þunglynd, Ágúst. Það er mjög einfalt. Í kjölfarið byrjaði hún að taka töflur við því og náði sér aftur á strik og tengir því sínu vondu líðan við okkar fjölskyldulíf. Það er samt svo ótal margt annað þarna að baki. Ég vil ekki fara nánar út í það hér, alla vega ekki strax. Fyrst þarf ég að gera það sem ég get.

5 Comments:

At 5:22 PM, Blogger Ágúst Borgþór said...

Ég man hvað þú plataðir mig með þessu og hvað mig langaði til að hitta þig og hlusta á vælið í þér og helst eitthvað krassandi.

 
At 6:57 AM, Anonymous Anonymous said...

10. desember

Já, þetta var ekki smekklegt grín hjá mér, biðst afsökunar á því. Ég get hins vegar ekki þurrkað út færsluna, því ég læt alltaf allt standa bæði gott og slæmt. Nærast á óförum annarra? Tja, þetta er spurning um orðalag. Ég held að forvitni mín sé laus við illkvittni. Ef þú lest bækurnar mínar, sem ég vona að þú gerir einhvern tíma, þá rennur upp fyrir þér að fáir skrifa meira um hjónaskilnaði en ég og ýmsa erfiðleika sem hrjá venjulegt nútímafólk. Og auðvitað finnst mér meira spennandi að lesa um raunveruleg örlög fólks á bloggi en hver er uppáhaldshljómsveit einhvers háskólanema. Hvað um það, þá vona ég að þú verðir duglegri að blogga.

Ágúst Borgþór

 
At 6:58 AM, Blogger tomas said...

Ég tek þetta ekki nærri mér. Get verið uppstökkur en svo rennur fljótt af mér. Á það jafnvel til að segja eitthvað sem ég sé síðan eftir. Eina sem ég hef áhyggjur af með þessari færslu er að fá of mikið af fólki hérna inn, því satt best að segja gerði ég ekki ráð fyrir að fólk hefði áhuga á þessu, þ.e. miðað við hvað fólk hefur áhuga fyrir í okkar samfélagi, eins og t.d. hljómsveitir háskólanema. En auðvitað hlýtur sá sem hér skrifar að vona að einhver villist inn á síðuna fyrst þetta er opinbert plagg. Málið er að þetta virkar stundum eins og einhver AA fundur fyrir mig, þó ég hafi andstyggð á slíkum fundum og er ekki alki. Mér líður betur á eftir og ég veit að einhver, þó það sé ekki nema einn, hafi lesið hvernig mér líður og hvað ég er að fást við.

Bækurnar þínar já, ég hefði áhuga á að kíkja í þær. Hvað heita þær? Ég ætla hinsvegar að hverfa úr netheimum núna og mun ekki vera þar yfir helgina. Ég ætla ekki að horfa á sjónvarp, lesa blöðin eða hlusta á útvarp. Ég ætla vera algjörlega lokaður inni í sjálfum mér. Svo þakka ég bara fyrir þína síðu. Ég kíki þangað reglulega. Hún er góð.

 
At 6:59 AM, Anonymous Anonymous said...

10. des 2004

Þær eru á bóksafninu undir Ágúst Borgþór Sverrisson:

Síðasti bíllinn
Í síðasta sinn
Hringstiginn
Sumarið 1970

Nýjasta bókin heitir Tvisvar á ævinni.

Góða helgi.

Ágúst Borgþór

 
At 4:58 AM, Anonymous male gay first time stories said...

Up. a gaping hole in the roof of police headquarters, whereunofficial witnesses claim Sapphire broke out.
sex stories post your
women in self bondage stories
erotic stories free
free underage taboo stories
hot wife sex stories
Up. a gaping hole in the roof of police headquarters, whereunofficial witnesses claim Sapphire broke out.

 

Post a Comment

<< Home