Friday, February 11, 2005

Hvað svo

Ég er þreyttur. Það er búið að reka mig úr vinnunni, eða ég geri fastlega ráð fyrir því. Mér er skítsama. Ég vil helst bara sofa. En ég þarf að sækja stelpuna á leikskólann bráðum. Ég ætla að leggjast inn í rúm og sofna með henni á eftir og halda utanum hana. Kannski fer ég að gráta. Það verður erfitt að segja henni að mér hafi mistekist. Ætli ég hafi ekki vitað það allan tímann. En það er vont að fá höfnun, rosalega vont frá manneskjunni sem ég elska út af lífinu. Ég ætla ekki að skrifa meira. Neðst er lagið sem við tókum. Ég vil hinsvegar þakka söngvaranum fyrir að koma. Ég mat það mikils og krakkarnir voru algjörar hetjur þó að flutningurinn hafi ekki verið fullkominn. Heldur ekki hægt að ætlast til þess af fötluðum krökkum. Við gerðum okkar besta. Núna raula ég hinsvegar lag Damien Rice, hefði kannski átt að taka Cheers Darling í staðinn fyrir Sail away. Ætli sársauki manns verði svo ekki opinberaður í DV, þó ég viti ekki hvaðan þessi ljósmyndari kom. Og hvað nú, mig langar að hitta stelpurnar mínar. Mig langar að taka utanum þær og segja þeim að ég elska þær. Enn í staðinn sjá þær pabba sinn bolað í burtu af manni sem hefur ekkert með þær að gera. Það var vont að sjá þær gráta.

cheers darlin' - Damien Rice - Sail away fyrir neðan.here's to you and your lover boycheers darlin'i got years to wait around for youcheers darlin'i’ve got your wedding bells in my earcheers darlin'you give me three cigarettes to smoke my tears awayand i die when you mention his nameand i lie i should have kissed youwhen we were running in the rainwhat am i darlin'?a whisper in your ear?a piece of your cake?what am i darlin?the boy you can fear?or your biggest mistake?cheers darlin'here's to you and your lover man

Sail awaySail away with me honeyI put my heart in your handsSail away with me honey now, now, nowSail away with meWhat will be will beI wanna hold you nowCrazy skies all wild above me nowWinter howling at my faceAnd everything I held so dearDisappeared without a traceOh all the times I've tasted loveNever knew quite what I hadLittle Darling if you hear me nowNever needed you so badSpinning round inside my headSail away with me honeyI put my heart in your handsSail away with me honey now, now, nowSail away with meWhat will be will beI wanna hold you nowI've been talking drunken gibberishI've been puching at the barsTrying to find some explanation hereFor the way some people areHow did it ever come so farI wanna hold you nowSail away with me honeyI put my heart in your handsSail away with me honey now, now, nowSail away with meWhat will be will beI wanna hold you now

Thursday, February 10, 2005

Úrslitastund á morgun

Á morgun kl: 14:00 verður úrslitastund í mínu lífi. Þá mun koma í ljós hvort að ég fái konuna mína til baka. Ef það gerist ekki, segi ég frá öllu. Ef það tekst, mun ég ekki skrifa hér aftur, þá nema til þess að kveðja. Ég get ekki reynt endalaust og verð að horfa fram á veginn. Það hef ég uppgötvað.

Monday, February 07, 2005

Topp fimm listinn þessa vikuna

Topp fimm, mér líkar ekki:

1. Þegar einhver er á glugganum að fylgjast með mér.
2. Forstöðukonan á leikskólanum.
3. Strákur í Árbæjarskóla sem leggur dóttur mína í einelti.
4. Þegar mamma tekur afstöðu gegn mér.
5. Þegar Helga Dagmey tekur óskiljanleg reiðiköst í tökum.

Topp fimm, sem gleður mig.
1. Þegar dóttir mín tekur utanum mig og segist elska mig.
2. Þegar ég er með allar stelpurnar hjá mér. Þá er lífið fullkomið
3. Þegar ég sé hvað fötluðu krakkarnir verða glaðir þegar þau taka framförum í tónlistarnáminu
4. Þegar ég hugsa til þess er við pabbi vorum saman að veiða tófu og vorum einir í náttúrunni og gengum svo upp á heiði og hann spilaði á fiðlu fyrir mig þegar sólin var að koma upp. Ég man að hann tók utanum öxl mína og hvíslaði hvað lífið væri fallegt þegar ljósaflóðið æddi til okkar. Það er rétt pabbi. Lífið er fallegt.
5. Þegar einhver skilur mig.

Topp þrír, ég verð hryggur:

1. Ef konan mín fyrrverandi neitar mér um að heimsækja stelpurnar mínar.
2. Þegar dóttir mín spyr af hverju mamma hennar er ekki hjá okkur.
3. Ef ég er búinn að vera lengi í tökum og þarf að kafa djúpt innan í mig.