Friday, October 15, 2004

Vinkona mín

Vinkona mín sem er leikstjórinn í mínu lífi þessa dagana og er að aðstoða mig við að fá konuna mína til að taka við mér aftur sendi mér eftirfarandi lista í dag: Tómas Jónsson á: Að sýna karlmennsku. Gráta, ekki byrgja hlutina inni. Segja hvernig sér líður. Segja frá leyndarmálum. Borða heilsusamlegan mat. Pasta eða fisk. Fara í ljós. Taka armbeygjur ber að ofan. Horfa á frinds, Ópru og Sirrý.Klappa í lok þáttana, húmor. Tala við barnsmóður sína.Vinna í mömmu málum.Magnað

Wednesday, October 13, 2004

Erfiður morgun með dóttur, hommum og feitu fólki

Ég vaknaði hálf átta í morgun til að sinna stelpunni. Ég sofnaði ekki fyrr en um hálf sex í nótt og vissi að ef ég myndi leggjast aftur svæfi ég til hádegis. Rósa heimtaði að horfa á Stubbana á spólu um leið og hún vaknaði. Þessar sýrðu fríkúrur eru í miklu uppáhaldi hjá henni. Þetta eru fjórar verur, gul, græn, rauð og fjólublá með sjónvarp í maganum. Sérfræðingar á sviðum uppeldisfræða hafa komist að þeirri niðurstöðu að verurnar eigi að tákna fjölbreytileika fólksins í heiminum. Sá fjólublái, Tinkí Vinkí er tákn samkynhneigðra. Þetta er í takt við þá þróun sem á sér stað í sjónvarpi hinna fullorðnu. Yfirleitt er einn hommi í hverjum þætti til að létta upp á andrúmsloftið. Oftast er hann vinur einstæðrar fallegrar konu sem heitir fallegu krúttlegu nafni.

En hommarnir hafa gefist upp á að vera reiðir, eru meðvitaðir um að ef þeir eru nógu andskoti hressir öðlast þeir sjálfkrafa samþykki til að lifa í sátt og samlyndi með okkur hinum í afþreygingarsamfélaginu. Þetta er svipað með feita fólkið sem pakkar líðan sinni inn í óstjórnlega falska gleði til að lifa af. Til þess nota þau sjónvarpið. Mér finnst ég alltaf vera að sjá fólk sem hefur aldrei náð að létta sig koma fram í Morgunsjónvarpi Stöðvar 2. Þau þora ekki í sund, út í búð, í bíó eða á barinn, en þau eru tilbúinn til að dansa nakin ballett á skjánum. Sjónvarpið er lækningarmiðill. Öll megrun ætti að fara fram í sjónvarpinu.

Það var ekkert smá mál að koma henni í föt. Oftast virkar að ég bregði mér í hlutverk eins af stubbunum, Tinkí Vinkí, því hann er besti vinur Pó, sem er tákngerfingur nútímakonunar, sæt, viðkvæm en klár og tala við hana með barnarödd. Þannig niðurlægi ég okkur bæði.

Hún er í mikilli uppreisn gagnvart umhverfi sínu þessar vikurnar. Hentir öllu í gólfið sem hönd á festir og litli líkami hennar ræður við. Bókum sem ég er að lesa, kertastjökum og styttum. Samþykkir ekkert nema eftir harðar samningaviðræður. Ég held að hún sakni mömmu sinnar. Ég geri það líka. Samt hef ég ánægju af þessu háttarlagi. Það er svo sjaldan sem maður sér fólk gera uppreisn gagnvart umhverfi sínu eða sætta sig ekki við hlutskipti sitt í lífinu. Börnin kunna þetta, en með aldrinum eru þau svæfð af deyfð fjöldans og gefast upp á að gera nokkurn skapaðan hlut, fyrir utan að afla tekna, tryggja afkomu barna sinna, ríða endrum og eins og hafa áskrift að nokkrum sjónvarpsstöðvum og stunda líkamsrækt.

Ég fór svo með stelpuna upp á leikskóla. Enn og aftur lenti ég í rifrildi við fóstrurnar. Skil ekki í þessu. Ég er fyrir löngu búinn að borga þennan H"#$%&/ gíróseðil.

Tuesday, October 12, 2004

Dagurinn í dag: Vesenið á móður minni og ég hef fengið vinnu.

Ég fór með stelpuna mína í heimsókn til mömmu í dag. Hún tók varla eftir henni og yrti ekki á barnið. Hún heldur mest upp á Önnu sem býr hjá barnsmóður minni. Finnst hún skemmtilegri, sniðugri og fallegri en systur hennar. Ef stelpurnar gista, talar hún alltaf fyrst um hvað Anna hafi sagt sniðugt eða skemmtilegt. Hér áður fyrr lét ég þetta viðgangast, sagði ekki neitt því ég var hræddur um að skapa stríð en ég hef gefist upp á því.

Þegar hún svo kom í heimsókn hér áður fyrr reyndi ég að troða börnunum í fangið á henni eða lék við þær á meðan mamma var að leika við Önnu svo hún komst á þá skoðun að við værum að mismuna henni og gerði því enn frekar upp á milli þeirra.

Ég held að þetta framhjáhald hennar stafi af því að hún er líkari mér í útliti en systur hennar. Mömmu hefur fundist hún vera að vinna upp glataðan tíma með mér með þessu háttarlagi. Annars á hún ósköp auðvelt með að setja fólk upp á stall. Fór samt ferlega í taugarnar á mér að hún gæti ekki talað við stelpuna þegar við komum í heimsókn í dag. Lét í raun eins og hún sæi hana ekki.

En ég fékk vinnu í dag. Ég verð að vinna hálfan daginn með fötluðum, Dóra og félögum, í stað þess að vera bara á helgum. Hlakka til þess. Langar að gera eitthvað skemmtilegt fyrir þetta lið. Kannski stofnum við bara hljómsveit.

Tómas Jónsson

Dagurinn í dag: Vesenið á móður minni og ég hef fengið vinnu.

Ég fór með stelpuna mína í heimsókn til mömmu í dag. Hún tók varla eftir henni og yrti ekki á barnið. Hún heldur mest upp á Önnu sem býr hjá barnsmóður minni. Finnst hún skemmtilegri, sniðugri og fallegri en systur hennar. Ef stelpurnar gista, talar hún alltaf fyrst um hvað Anna hafi sagt sniðugt eða skemmtilegt. Hér áður fyrr lét ég þetta viðgangast, sagði ekki neitt því ég var hræddur um að skapa stríð en ég hef gefist upp á því.

Þegar hún svo kom í heimsókn hér áður fyrr reyndi ég að troða börnunum í fangið á henni eða lék við þær á meðan mamma var að leika við Önnu svo hún komst á þá skoðun að við værum að mismuna henni og gerði því enn frekar upp á milli þeirra.

Ég held að þetta framhjáhald hennar stafi af því að hún er líkari mér í útliti en systur hennar. Mömmu hefur fundist hún vera að vinna upp glataðan tíma með mér með þessu háttarlagi. Annars á hún ósköp auðvelt með að setja fólk upp á stall. Fór samt ferlega í taugarnar á mér að hún gæti ekki talað við stelpuna þegar við komum í heimsókn í dag. Lét í raun eins og hún sæi hana ekki.

En ég fékk vinnu í dag. Ég verð að vinna hálfan daginn með fötluðum, Dóra og félögum, í stað þess að vera bara á helgum. Hlakka til þess. Langar að gera eitthvað skemmtilegt fyrir þetta lið. Kannski stofnum við bara hljómsveit.

Tómas Jónsson

Monday, October 11, 2004

Helgin, dóttir mín, Sigrún og Dóri mongólíti

Ég var að vinna um helgina og tók dóttur mína með mér. Annað slagið er ég að vinna á sambýli. Ég fór ásamt samstarfskonu (Sigrún) minni með mongólíta sem heitir Dóri, niður á tjörn. Stundum förum við í bíó eða leikhús. Mér líkar þessi vinna ekkert sérstaklega en Sigrún fílar sig alveg í botn og er alltaf endurnærð eftir þessar ferðir, alveg eins og hún viti að hún sé í sjónvarpinu. Við fórum í göngutúr í kringum tjörnina og Sigrún, sem vanalega ýtir stólnum á undan sér vildi að ég gerði það í þetta skiptið.

Ég talaði við hann í huganum og velti um leið fyrir mér ástandi hans. Skyndilega fann ég til klígju þegar ég horfði ofan á hvirfilinn á honum og sá slef taumana dropa af höku hans. Ég fylltist löngun að renna hjólastólnum fram af bakkanum líkt og hann væri vírus í kerfinu. Ég reyndi auðvitað að bægja hugsunum frá mér. Mér fannst hann óheppinn að hafa fæðst svona. Þegar læknana grunar að fóstur hafi down heilkenni er tekið blóðsýni. Það er síðan sent í litningapróf. Litningar hverrar frumu eru svo skoðaðir og tékkað á hvaða tegund frávikið er. Ég er samt ákveðinn í að halda þessari vinnu. Hún neyðir mig til að fara út af heimilinu. Kannski á ég eftir að verða jafn hamingjusamur og Sigrún. Hún er ein af fáum sem dýrkar ekki raunvísindaguðinn. Á sama tíma trúir hún ekki upp á mannkynið að útrýma manneskjum eins og Dóra. Hún aðhyllist fjölgreindarkenninguna eins og ég. Hún er líka að deyja út. Kenningin byggist á að greind sé samansett úr mörgum þáttum, að vitsmunaþroski sé ekki það eina sem geri okkur mannleg. Það eru tilfinningar eins og ást, þykja vænt um fólk og finna til samúðar. Og bráðum verður litið á Dóra sem vandamál í samfélaginu, líka aðra fatlaða og geðsjúka. Árið 2015 verð ég 39 ára. Ég sit inni í stofu og les viðtal við forsætisráðherra. Hann segir: Lausnin er að útrýma vandamálinu með því að útrýma einstaklingnum.

Tveimur árum síðar hef ég haldið upp á fertugsafmæli mitt. Það lukkaðist ágætlega. Stelpurnar mínar splæstu í sýndarveruleika playstation tölvu handa mér. Ég held á Mogganum, sting honum í samband og stafirnir birtast hver á fætur öðrum. Á forsíðu segir formaður ungra sjálfstæðismanna: ,,Við vitum öll að börnin eru aðeins vörur skapaðar að þörfum foreldra

Í framtíðinni verða foreldrar fatlaðra eiginhagsmunaseggir sem tóku ákvörðun sem þau áttu ekki að taka. Sem var bönnum. Og að ég hafi fundið til viðbjóðs að halda um handföngin á hjólastólnum, segir mér að markaðurinn ásamt þjóðfélaginu, sem hefur hafið hinn fullkomna líkama upp til skýjanna, er að takast ætlunarverk sitt. Að losa okkur við allt sem ekki samræmist kerfi hinna fullkomnu.