Monday, February 07, 2005

Topp fimm listinn þessa vikuna

Topp fimm, mér líkar ekki:

1. Þegar einhver er á glugganum að fylgjast með mér.
2. Forstöðukonan á leikskólanum.
3. Strákur í Árbæjarskóla sem leggur dóttur mína í einelti.
4. Þegar mamma tekur afstöðu gegn mér.
5. Þegar Helga Dagmey tekur óskiljanleg reiðiköst í tökum.

Topp fimm, sem gleður mig.
1. Þegar dóttir mín tekur utanum mig og segist elska mig.
2. Þegar ég er með allar stelpurnar hjá mér. Þá er lífið fullkomið
3. Þegar ég sé hvað fötluðu krakkarnir verða glaðir þegar þau taka framförum í tónlistarnáminu
4. Þegar ég hugsa til þess er við pabbi vorum saman að veiða tófu og vorum einir í náttúrunni og gengum svo upp á heiði og hann spilaði á fiðlu fyrir mig þegar sólin var að koma upp. Ég man að hann tók utanum öxl mína og hvíslaði hvað lífið væri fallegt þegar ljósaflóðið æddi til okkar. Það er rétt pabbi. Lífið er fallegt.
5. Þegar einhver skilur mig.

Topp þrír, ég verð hryggur:

1. Ef konan mín fyrrverandi neitar mér um að heimsækja stelpurnar mínar.
2. Þegar dóttir mín spyr af hverju mamma hennar er ekki hjá okkur.
3. Ef ég er búinn að vera lengi í tökum og þarf að kafa djúpt innan í mig.

1 Comments:

At 7:02 AM, Anonymous Anonymous said...

8. feb 2005

Þessi topp-fimm listi þinn er sterkur og hjartnæmur. Liður 4 um pabba þinn er mjög góður. Takk fyrir þetta

Ágúst Borgþór

 

Post a Comment

<< Home